Skóladagatal 2016-17

Nú er skóladagatalið fyrir skólaárið 2016-2017 komið á vef skólans. Það er með fyrirvara um samþykkt Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Eins og þar kemur fram er skólasetning 22. ágúst og verður fyrirkomulag hennar auglýst nánar þegar nær dregur. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá daginn eftir eða þann 23.
Nemendur í 1. bekk mæta með foreldrum sínum í viðtöl hjá umsjónarkennara. Viðtölin fara fram 22. og 23. ágúst (eitt viðtal á nemanda þó)og kennsla hefst því í 1. bekk 24. ágúst. 
Kennarar og flestir aðrir starfsmenn mæta til vinnu mánudaginn 15. ágúst, kl. 8:15.
 
Skólastjóri

Sumarkveðja

Sumarhátíð Melaskóla var haldin með tilheyrandi hátíðleika og gleði. Um 1000 manns tóku þátt í skrúðgöngunni sem endaði í hópdansi á lóð skólans. Við tóku grillaðar pylsur/pulsur og ís, lifandi tónlist og leikir á skólalóðinni.

Skólaslit voru með hefðbundnu sniði og að venju útskrifuðust 7. bekkingar við hátíðlega athöfn á sal skólans. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og nemendur sáu um tónlistaratriði og fluttu kveðjuorð. Undirritaður sleit svo 70. starfsári skólans undir miklu lófataki.


Skrifstofa skólans verður lokuð frá 14. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 8. ágúst.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst 2016. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Melaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

Björgvin Þór Þórhallsson
Skólastjóri Melaskóla

Merki Melaskóla

logo melaskoli2016

Í gær var tilkynnt um sigurvegara í hugmyndasamkeppni um merki Melaskóla. Blær Gudmundsdottir og Magnús Valur Pálsson hafa unnið að þessu verkefni í nokkra mánuði og var það kynnt það fyrir öllum nemendum skólans. Í dómnefnd með þeim voru Gudmundur Ingolfsson ljósmyndari, Friðrik Erlingsson rithöfundur og grafískur hönnuður, Sveinn Bjarki Tómasson, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir og Ástríður Guðmundsdóttir sem öll eru kennarar við skólann. Alls bárust um 300 tillögur og því ekki vandalaust að velja þrjú bestu. Sigurvegararnir þrír, þau Hjalti Kristinn Kristjánsson úr 2.ÞÍ, Maron Fannar Aðalsteinsson 7. JÓ og Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller 7.AG eru öll hugmynda- og hæfileikarík og eru vel að verðlaununum komin.Við óskum þeim og skólanum til hamingju!

6. bekkir í Reykholti