Meistarakokkar

mynd heimilsfraedi

7. bekkur í heimilisfræði tók þátt í Matreiðslukeppni Melaskóla í síðustu viku og heppnaðist keppnin mjög vel.

Þema keppninnar var ,,fæðuhringurinn – holl máltíð“ og átti hver hópur að matreiða holla máltíð fyrir einn á innan við 50 mínútur og bera fram. Nemendur völdu sjálfir sína máltið og fundu uppskriftina að henni.   Dómarar, (Theodóra J. Sigurðard. Blöndal og Ástríður Guðmundsdóttir) áttu svo það erfiða hlutverk að smakka á matnum og gefa stig fyrir bragð, útlit, samsetningu og hollustu.

Allir þátttakendur stóðu sig svakalega vel og greinilegt er að hér eru framtíða meistarakokkar á ferð. Nemendur voru allir voru leystir út með viðurkenningarskjal og glaðning.

„Jóló“ dagar

jolakettir

Þriðja árið í röð stendur nemendaráð Melaskóla fyrir svokölluðum „jóló“ degi. Að þessu sinni verður fyrirkomulagið þó nokkuð breytt því ákveðið var að hafa dagana tvo þetta árið. Nemendur 1.-4. bekkja fá sinn dag mánudaginn 5. desember en krakkar í 5.-7. bekk þriðjudaginn 6. desember. Þessa daga er einmitt samsöngur hjá sömu hópum.

Á „jóló“ degi eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta jólalegir í skólann, til dæmis með jólahúfu, í jólapeysu, með jólalega nælu eða bara jólaskraut í hári. Í öllum stofum verður unnið við eitthvað tengt jólum og jólahaldi og er von okkar að allir hafi gaman af. Og þó að enn sé langt til jóla er rétt að minna alla á að mæta í jólaskapi.

Nemendaráð

Aðventusamsöngur

samsongur svava
Yngri nemendur (1.-4. bekkur)
syngja mánudaginn 5. desember kl.8:40 í skálanum. Söngblað.
Eldri nemendur (5.-7. bekkur)
syngja þriðjudaginn 6. desember kl.8:40 í skálanum. Söngblað.

SKÖPUNARKRAFTUR

Um þessar mundir tekur Melaskóli þátt í áhugaverðu og skemmtilegu samvinnuverkefni með Myndlistaskólanum í Reykjavík og leikskólunum Hagaborg og Sæborg. Verkefnið snýst meðal annars um að mynda tengslabrú á milli þessara skóla. Þátttakendur eru börn af elstu deildum leikskólanna og yngstu nemendur Melaskóla. Mynda þau saman þrjá hópa sem hver um sig hittist fimm sinnum, í tvo tíma í senn, undir handleiðslu kennara úr Myndlistaskólanum, en leik- og grunnskólakennarar taka einnig þátt. Unnið hefur verið í öllum skólunum, með afmarkað verkefni í hvert sinn. Hafa verið sköpuð afar frumleg og fögur verk í þessu ferli, þar á meðal svokallaðar kærleiksverur, sem búa í fagurskreyttum híbýlum sem einnig eru hljóðfæri. Lögð hefur verið áhersla á að upplifa og skapa í gegn um öll skynfæri. Í lok fyrri hluta verkefnisins var foreldrum boðið í Melaskóla að sjá afrakstur sköpunarferlisins. Þar voru m.a. fluttar hljómkviður á hin frumlegustu hljóðfæri sem nemendur höfðu gert.