Heimilisfræði

Framtíðar bakarameistarar í heimilisfræði

Margt er brallað í heimilisfræði og erum við þessa dagana m.a. að baka bollubrauð og æfa okkur í desertgerð.

Samræmd könnunarpróf

Á morgun, fimmtudag 22/9 og á föstudag 23/9, þreyta 7. bekkingar rafræn samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Viku síðar er komið að 4. bekk. Þetta er í fyrsta sinn sem samræmdu prófin eru rafræn og er því að mörgu að huga í framkvæmd þeirra. Hér í Melaskóla hefur verið unnið markvisst að undirbúningi prófanna frá því um miðjan ágúst, bæði hefur tæknihliðin verið nokkurt átak og eins höfum við kappkostað að undirbúa nemendur sem best fyrir þessa nýjung sem rafræn próf eru. Nemendur taka prófin á spjaldtölvur og hafa undanfarnar vikur fengið að spreyta sig á æfingaprófi, ekki síst til að venjast tækjunum. Þetta hefur allt saman gengið vel en nú er sem sagt komið að þessu: fyrsta prófið er á morgun, kl. 9:00. 

Afmælisdagurinn 5. október

IMG 1986

Þann 5. október nk. verður haldið uppá sjötíu ára afmæli Melaskóla. Um morguninn og fram yfir hádegi verður mikið um dýrðir hjá nemendum og starfsfólki skólans en seinna um daginn, eða á milli kl. 15 og 17, höfum við opið hús fyrir foreldra, gamla nemendur og aðra velunnara Melaskólans. Auk formlegrar dagskrár í skálanum geta gestir gengið um skólabyggingarnar, skoðað verkefni nemenda og annað það sem boðið er uppá í tilefni dagsins – eða bara leyft minningunum að streyma fram. Sem sagt: 5. október verður Melaskólinn 70 ára!

Klippa, snyrta, reyta og smíða

Nemendur hafa nú í skólabyrjun verið að huga að Græna svæðinu. Þau haf verið að  klippa og snyrta tré og runna, reyta beð og smíða ylkassa þar sem ætlunin er að setja niður rabarbara. Á næstu vikum ætla nemendur á miðstigi að gróðursetja trjáplöntur í tilefni af 70 ára afmæli Melskóla.