Líf og fjör í leiklistinni

Á þessu skólaári hafa nemendur í 5. -7. bekk fengið kærkomið tækifæri til að spreyta sig í leiklist, framsögn og spuna. Þessir nemendur eru skapandi og skemmtilegir og tímarnir líflegir að sögn Magnúsar Vals Pálssonar sem hefur séð um að leiðbeina leiklistarnemum skólans í vetur.

Melaskólahlaupið

melahlaupÍ dag(27/5) var Melaskólahlaupið haldið á Ægissíðu með hefðbundnu sniði. Nemendur í 1. - 4. bekk hlupu mest 5 km en nemendur í 5. - 7. bekk lögðu margir 10 km að baki. Þrátt fyrir smá úrkomu og golu voru allir hressir og kátir enda endurnærðir eftir hlaupið.

1. bekkur í myndmennt

Stökk framávið í myndmennt í 1. bekk

Í byrjun skólaárs hófu nemendur í 1. bekk nám sitt í myndmennt á því að gera sjálfsmyndir sem hafa verið sýnilegar við stofurnar þeirra í vetur. Nú í lok skólaárs fengu þau það verkefni að gera aðra sjálfsmynd sem var frábrugðin fyrri myndinni að því leyti að þau áttu að vera að kasta bolta á myndinni, með bogin hné og handleggi. Það verður að segjast eins og er að framfarir þessara 1. bekkinga eru stórt stökk frámávið á skömmum tíma. Ekki slæmt að hafa svona efnilega listamenn innan skólans.