Heilsað upp á Tómas

tomas 7hh

Eftir góðan námssprett í gær morgun, héldu okkur engin bönd. Við í  7-HH drifum okkur út í sólina. Byrjuðum á að heilsa upp á Tómas Guðmundsson þar sem hann sat steinrunninn(styttan) á bekk við tjörnina. Skoðuðum flestar stytturnar í Hljómskálagarðinum. Lékum okkur, fórum í fótbolta, klifruðum í klifurgrind og að sjálfsögðu borðuðum við nestið okkar. Ljómandi að eiga góða samverustund og ná að hlæja og leika okkur í byrjun skólaárs á þessum fallega degi.

Engar hnetur í nesti

hnetubannÞað er margt sem við þurfum að huga að í stórum skóla og viljum minna ykkur á að Melaskóli er hnetulaus skóli.  Það má því enginn koma með nesti sem inniheldur hnetur.  Algengt nesti, sem inniheldur hnetur, er t.d. hnetujógúrt, Abt með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki og fleira.
Bráðaofnæmi fyrir hnetum er alvarlegt ofnæmi og mikilvægt að taka tillit til þeirra sem hafa ofnæmi fyrir hnetum.  Gætum þess að börnin komi með hnetufrítt nesti.

Að fara vel með bækur

Við ætlum að leggja áherslu á að setja utan um allar fjölnota bækur með hreinlæti, endingu og sparnað að leiðarljósi.

Hér fyrir neðan er myndband með aðferð sem er góð, sér í lagi vegna þess að ekkert límband fer á bókina.

Kær kveðja, Vanda Sig.

Skólabyrjun 2016

Skólasetning í skála, mánudaginn 22. ágúst

• Kl. 9-10: 2. og 3. bekkur
• Kl. 10-11: 4. og 5. bekkur
• Kl. 11-12: 6. og 7. bekkur

Viðtöl við 1. bekkinga fara fram mánudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23. ágúst.

Kennsla hefst því þriðjudaginn 23. ágúst skv. stundatöflu og í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst.

Skólastjóri