Breyting á skólahverfamörkum Melaskóla og Grandaskóla

Borgaryfirvöld hafa samþykkt breytingu á skólahverfismörkum Melaskóla. Þau verða færð þannig að Meistaravellir tilheyri Grandaskóla fyrir nýja nemendur frá upphafi skólaársins 2017-2018. Breytingin hefur ekki áhrif á þá nemendur sem nú þegar sækja Melaskóla. Foreldrar sem eiga lögheimili á Meistaravöllum hafa val um í hvorn skólann börn þeirra fari og forgang í báða skólana út skólaárið 2017-2018.

Vetrarleyfi

Mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Kennsla hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. febrúar. Vonandi njóta allir frísins og koma hressir til baka.

1. bekkur í tónmennt.

trespil

Nemendur læra að spila lagið Ég hef fimm tóna til að spila á, á tréspil. Einnig er farið í skemmtilega blöðruleiki þar sem krakkarnir æfa sig í að halda rétt á sleglunum. Þetta þykir þeim afskaplega gaman!

trespil bladra

Dásamlegar kökur

Flottir nemendur í 5. bekk hönnuðu sínar eigin kökur og fengu að sjálfsögðu að baka þær! 

Kökurnar heita ME, Súkkulaðimjallhvít, Kaka ársins og Stjörnukaka.   

Þær heppnuðust allar mjög vel og voru dásamlegar á bragðið!