Fróðir foreldrar kynna:

Þriðjudaginn 1. nóvember verður haldinn fræðslufundur í Iðnó við Tjörnina. Fundurinn stendur frá kl. 20-22. Fróðir foreldrar er samstarfsverkefni foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, ungmennaráða Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og þjónustumiðstöðvar hverfanna. Efni fundarins: Hollráð um kvíða.

Sjá nánari dagskrá á íslensku, ensku og pólsku.

7-HH í Norrænahúsinu

7hh2016med
Nýlega fórum við á bókmennta- hátíðina Mýrina og hlustuðum á tvo norræna höfunda frá Danmörku og Finnlandi. Þau lásu upp úr bókunum sínum á ensku og dönsku en íslenskum texta var varpað á vegginn. Bækurnar hétu Rauð sem blóð og Den faldne djævel, það er búið að þíða þær á  yfir 15 tungumál. Bækurnar eru báðar spennandi en frekar óhugnalegar líka, og höfundarnir heita Salla S. og Kenneth B. Andersen. Þetta var forvitnilegt og það er alltaf gaman að koma í Norrænahúsið.

Kristrún, Kristín, Elísa og Elín 7-HH 

Tangram

tangram_kubbarnirNemendur í 7.bekk eru þessa dagana að teikna upp og framleiða tangram kubba í hönnunar og smíðatímum. Nemendur byrja á því að kynnast þessari raðþraut, síðan teikna þau upp kubbana og málsetja í teikniforriti. Eftir það eru kubbarnir fræstir út í tölvustýrðum fræsara og nemendur fullvinna kubbana svo og setja í pappírsöskju sem þau teikna líka upp í teikniforritinu og klippa svo út.

 tangramTangram er forn raðþraut sem kemur frá Kína. Þjóðsagan segir að Tan hafi haldið á ferkantaðri steinhellu og misst hana á jörðina. Við það brotnaði hún í 7 hluta og þegar Tan leit niður til að setja hana saman sá hann að hægt var að móta margskonar myndir úr brotunum. (Leikjavefurinn og  Grunfeld. 1985. Spil og leikir um víða veröld. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Bls 274-275)

Tangram-netleikur: http://pbskids.org/cyberchase/math-games/tanagram-game/

Haustfrí í Melaskóla

Fimmtudaginn 20. október hefst haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur og verða skólarnir lokaðir fram yfir helgi. Þriðjudaginn 25. október hefst svo kennsla að nýju samkvæmt stundaskrá. Selið verður einnig lokað þessa þrjá frídaga.

Í haustfríinu bjóða frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ókeypis er inn á söfn borgarinnar fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Hægt er að kynna sér dagskrána á vef Reykjavíkurborgar (Íslenska, enska, pólska).